fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Friðrik Ómar flytur lag George Michael – „Það eru rosaleg forréttindi að vinna við áhugamálið sitt“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. september 2018 08:00

Mynd: Mummi Lú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson deildi í gær á Facebook-síðu sinni upptöku sem tekin var upp í Eldborgarsal Hörpu 2. mars síðastliðinn. Upptakan er frá sýningu Rigg viðburða, Til heiðurs George Michael, og flutningi Friðriks Ómars á laginu One More Try. Lagið kom út á fyrstu sólóplötu Michael, Faith, sem kom út 1987.

Ég hef aldrei fílað mig í stúdíói. Ég hef vart tölu á því hvursu margir kollegar hafa sagt við mig: „Þú verður að taka upp meiri músík, skilja meira eftir þig.“ Ég hef ekki þörf fyrir það satt best að segja, ekki ennþá. Samt sem ég lög og texta fyrir mig. En ég elska lifandi flutning hjá öllum listamönnum, mun meir. Hann segir mér miklu meira um þá heldur en hljóðversupptakan. Ath. Þetta er bara mín upplifun. Þetta video er langt frá því að vera fullkomið, hvorki hljóðupptakan sem er tveggja rása, lifandi með öllu og-eða myndbandið. En þar má sennilega finna kosti mína og galla sem söngvara:) Röddin brestur á stundum en það er bara vegna þess að ég var meyr og þakklátur fyrir að syngja þarna með frábæru bandi, söngvurum og gestum sem skemmtu sér vel. Og svo kannski líka af því ég er ekki fullkominn:). Það eru rosaleg forréttindi að vinna við áhugamálið sitt. Það var ekki beint auðvelt að komast þangað en ég sé ekki eftir einu sekúndubroti í dag. Ég ætla að láta þetta myndskeið flakka – þessa hljóðupptöku og á sama tíma vonast til að sjá ykkur í Eldborg næsta föstudag þegar við endurtökum tónleika til heiðurs masestro George Michael. Þetta er mitt uppáhalds lag eftir hann. ONE MORE TRY. Gjörið svo vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja