fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Skessur sem éta karla – Veggspjaldasýning um mannát í íslenskum þjóðsögum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag opnar sýningin Skessur sem éta karla: Veggspjaldasýning um mannát í íslenskum þjóðsögum kl. 17 í Menningarhúsinu Spönginni.

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur hefur rannsakað mannát í íslenskum þjóðsögum. Það birtist í nokkrum tröllasögum, yfirleitt eru það tröllskessur sem éta karla, sem vitnar um átök kynjanna í þessum sögnum. Þjóðsögunum var flestum safnað, þær skrifaðar og sagðar af körlum. Hvað segir það okkur um samfélagið sem sögurnar spretta úr?

Í rannsóknum sínum fléttar Dagrún Ósk saman þjóðsögunum og nýrri hugmyndum um femínisma, niðurstöður sínar setur hún fram á veggspjöldum, í samstarfi við teiknarann Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur, sem teiknaði meðfylgjandi mynd.

Í tengslum við sýninguna heldur Dagrún Ósk fyrirlestur undir yfirskriftinni Fáir hafa notið bónda síns betur en ég, mánudaginn 24. september kl. 17.15.

Hér má hlýða á viðtal sem tekið var við Dagrúnu Ósk í þættinum Sumarmálum á Rás 1, 18. ágúst.

Viðburður á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið

Býfluga fór illa með Hollywood-kyntáknið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á