Sverri Bergmann og Halldór Gunnar Pálsson sendu á föstudag frá sér ábreiðu af lagi Herberts Guðmundssonar Can´t Walk Away.
Lagið Can´t Walk Away kom út árið 1985 á plötunni Dawn of the Human Revolution. Það hefur alla tíð síðan verið eitt þekktasta íslenska lag níunda áratugarins, sem og þekktasta lag Herberts.
Sverrir og Halldór Gunnar hafa starfað saman í tæpan áratug, spilað víða um landið og gefið út bæði lög og plötur. Þar á meðal má nefna plöturnar Fallið Lauf og Föstudagslögin sem báðar komu út árið 2012.
Sverrir hefur einnig sungið og komið fram með Halldóri Gunnari og Fjallabræðrum hans, meðal annars í Þjóðhátíðarlagi Vestmannaeyja árið 2012, Þar sem hjartað slær.
Fyrir rúmu ári stofnuðu Sverrir og Halldór Gunnarhljómsveitina Albatross, sem sendi frá sér lagið Ástin á sér stað ásamt Friðriki Dór og Albatross í Hlégarði, sem inniheldur nokkrar ábreiður. Albatross hefur ennig sent frá sér lögin Ég ætla að skemmta mér og Ofboðslega næmur, sem bæði hafa notið mikilla vinsælda.