Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur haft vinnslu að þróun farsímaleikja. Fyrirtækið gerði nýverið samning við kínverska net- og tölvuleikjafyrirtækið NetEase Games um gerð farsímaútgáfu á hinum stórvinsæla netspilunarleik EVE Online.
„NetEase hefur mikla reynslu af því að taka flókna leiki eins og EVE Online og koma þeirri upplifun á farsíma,“ segir Eyrún Jónsdóttir, markaðsstjóri CCP, í samtali við Morgunblaðið.
Eyrún tekur einnig fram að fyrirtækið ætli að komast inn á ört vaxandi markað farsímaleikja, að jafnframt standi til hjá CCP að hefja fljótlega vinnslu á öðrum leik og þá með finnska fyrirtækinu Play Raven. Sá leikur er sagður vera með öðru sniði en EVE, þó hann eigi að gerast í sama heimi.
Farsímaútgáfu EVE Online mun á annan veg svipa mjög til þess sem spilarar þekkja nú úr borðtölvunum, en með einhverjum breytingum til þess að laga leikinn að farsímum. „Helstu eiginleikar og spilunarmöguleikar verða þeir sömu,“ segir Eyrún og tekur fram að leikurinn komi fyrst út á iOS og svo á Android.