Síðustu helgi byrjuðu aftur sýningar á leikritinu Slá í gegn í Þjóðleikhúsinu. Fyrir sýningu tók leikarinn Bjarni Snæbjörnsson, sem fer með hlutverk í sýningunni, við Instagram reikningi Þjóðleikhússins og gaf áhorfendurm innsýn í lífið á bak við tjöldin.
„Endurfrumsýning í dag!
Herra Reykjavík er dásamleg persóna sem ég fæ að klæða mig í um helgar í Þjóðleikhúsinu! Hann er alger tussa og tík en það er bara af því hann kann ekki að vera hann sjálfur.
Hlakka alltaf til að sýna þessa sýningu með mögnuðum hópi listamanna á sviðinu og baksviðs sem dansa, syngja, leika, gera sirkúslistir, mála mig, klæða mig, greiða mér, lýsa mig, spila með mér og bara allt!
Get ekki beðið eftir að hitta áhorfendur aftur í kvöld og búa til töfra með þeim,“ skrifar Bjarni á Facebook á endurfrumsýningardegi.
Sjón er sögu ríkari, hægt er að sjá Instastory Bjarna hér.