Samsýning gestalistamanna SÍM opnar í dag kl. 17 í sýningarsalnum við Hafnarstræti 16.
Sýningin ber heitið Proximity Survey og mun innihalda verk eftir listamenn sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM á Seljavegi og á Korpúlfsstöðum í ágúst.
Sýningastjórar eru Tone Fejerede og Sanna Fogelvik, en þær verða báðar með verk á sýningunni auk 11 annarra listamanna
Opnunin er frá kl. 17 – 19 og er hún einnig þriðjudaginn 28. ágúst frá kl. 10-15.
Listamennirnir verða allir viðstaddir opnunina.