Hljómsveitin Konsulat, sem samanstendur af Þórði Grímssyni og Arnljóti Sigurðssyni, gaf nýlega út hljómplötuna Kolaport.
Um er að ræða 5 laga breiðskífu með 3 endurhugsunum á laginu Lífsblómið (eftir russian.girls, Kuldabola og KNLT).
Konsulat hefur áður gefið út breiðskífurnar Invaders og Vitaminkur auk stuttskífanna Ormhole og Teque Etiquette. Hljómplatan Kolaport inniheldur fimm ný lög og var framleiddur 10” vínyll með tveimur laganna.
Þórður Grímsson hljóðblandaði plötuna auk Sveins Helga Halldórssonar í lögunum Kolaport, Lífsblómið og Dagga Dagga, en Sveinn Helgi sá einnig um að hljóðjafna plötuna.
Biskup | Stunga sá um umbrot og hönnun auk þess að framleiða nýtt myndband fyrir lagið Lífsblómið.
Facebooksíða Konsulat, Bandcamp og Soundcloud.
Plötunni má streyma frítt af Bandcamp.