fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Listamannaspjall Odee – „Þegar ég var að vinna að verkum fyrir sýninguna þá opnaðist ný vídd fyrir mér“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun laugardag kl. 14 verður myndlistamaðurinn Odee með listamannaspjall um nýjustu verk sín af sýningunni „Circulum“ í Gallerí Fold. 

Odee, Oddur Eysteinn Friðriksson, hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis fyrir áhugaverða og umdeilda listsköpun.

Odee vinnur mest með svokallaða „digital fusion“ eða „visual mashup“ list, sem hann kallar samrunalist á íslensku. Þar blandar hann saman efni úr menningu samtímans og popplist til þess að skapa ný sjálfstæð verk. Áður en hann hóf listferil sinn stundaði hann nám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, með áherslu á markaðsfræði og stjórnun.

„Circulum“ kallast sýning Odee og það sem einkennir hana er form hringsins. „Þegar ég var að vinna að verkum fyrir sýninguna þá opnaðist ný vídd fyrir mér. Þessi einfalda hugmynd að breyta formi verksins í hringlaga verk í stað ferhyrnds varð til þess að nýr kafli í mínum stíl hófst,“ segir Odee.

Hvert verk er svipmynd af þeim degi sem það er skapað. Öll verkin eru samsettar klippimyndir úr menningu sem hefur haft mótandi áhrif á hann á einn eða annan hátt. Þessar táknmyndir úr menningunni fléttar hann saman í skipulagða óreiðu sem hann leikur sér svo með.

Verkin á sýningunni eru brædd í álplötur í New York með sérstakri tækni. Platan og blekið er hitað upp þannig að blekið umbreytist í gas og smýgur inn í yfirborð álsins. Síðan er verkið húðað með glærri filmu sem verndar bæði og gefur fallega áferð.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“

Þjófagengi sem stelur frá skátunum hótaði hjólahvíslaranum – „Ég kem heim til þín“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar

Arsenal og United munu berjast um sama manninn í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu

Var Spánverjinn stálheppinn í gær? – Sjáðu myndirnar umtöluðu