fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024

Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju – áttunda vika hófst í gær

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessari viku er boðið upp á ferna tónleika í Hallgrímskirkju sem tónlistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

Í gær söng hinn margrómaði kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur undir stjórn Harðar Áskelssonar.

Næstu tónleikar eru:

Fimmtudaginn 2. ágúst kl. 12 leikur organisti Dómkirkjunnar í Reykjavík, Kári Þormar, verk eftir Bach, Vierne (Carillon de Westminster), Tryggva M. Baldvinsson (Toccata Jubiloso), Böhm og Duruflé. Miðaverð 2.000 kr.

Laugardaginn 4. ágúst kl. 12 leikur hin margverðlaunaða Elke Eckerstorfer, organisti við St. Augustin kirkjuna i Vínarborg, verk eftir Bach (Tokkata & fúga í d-moll), Saint-Säens, Brahms og Petrali. Miðaverð 2.000 kr.

Á seinni tónleikum sínum, sunnudaginn 5. ágúst kl. 17 leikur Elke Eckerstorfer verk eftir Heredia, Bach, Mozart, Saint-Säens, Sulzer, Brahms og Liszt (Präludium und Fuge über BACH). Miðaverð 2.500 kr.

 

Fimmtudaginn 2.ágúst kl. 12: Kári Þormar, organisti Dómkirkjunnar í Reykjavík

Efnisskrá:

Johann Sebastian Bach 1685‒1750

Tokkata í d-moll (dórísk), BWV 538/1

Louis Vierne 1870‒1937

Carillon de Westminster op. 54 nr. 6

úr „Pieces de fantasie“

Tryggvi M. Baldvinsson f. 1965 Toccata Jubiloso, 2003

Maurice Duruflé 1902‒1986

Choral varié sur le ‘Veni Creator’ op.4/3, 1930

Eftir píanónám hjá Jónasi Ingimundarsyni og orgelnám hjá Herði Áskelssyni hélt Kári Þormar í framhaldsnám til Þýskalands þar sem hann lauk A kirkjutónlistarnámi frá Robert Schumann háskólanum í Düsseldorf með 1. einkunn.

Kári hefur haldið fjölda orgeltónkeika, bæði hér heima og erlendis, þar á meðal á alþjóðlegri orgelhátíð á Álandseyjum og á alþjóðlegri tónlistarhátíð í Mühlhausen í Þýskalandi. Hann hlaut styrk úr minningarsjóði Karls Sighvatssonar árið 1997. Kári hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi sem organisti, píanókennari og kórstjóri en á þeim vettvangi var hann tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna með Kór Áskirkju fyrir geisladiskinn Það er óskaland íslenskt. Kári tók við stöðu dómorganista við Dómkirkjuna í Reykjavík árið 2010. Þá er Kári stjórnandi kórs MR og starfar einnig við Menntaskóla í tónlist.

Laugardaginn 4.ágúst kl. 12: Elke Eckerstorfer organisti St. Augustin, Vínarborg

Efnisskrá:

Johann Sebastian Bach 1685‒1750

Toccata und Fuge d-moll, BWV 565

Camille Saint-Saëns 1835‒1921 Danse macabre, op.40

Úts. Edwin Lemare 1865‒1934

Johannes Brahms 1833‒1897 Herzlich tut mich erfreuen

Úr 11 Choralvorspiele op.post.122

Vincenzo Petrali 1830‒1889 Sonata Finale

  1. ágúst kl. 17.00: Elke Eckerstorfer organisti St. Augustin, Vínarborg

Efnisskrá:

Sebastián Aguiléra de Heredia 1561‒1627

Obra de 8° tono – Ensalada

Johann Sebastian Bach 1685‒1750

Prelúdía og fúga í D-dúr, BWV 532

Wolfgang Amadeus Mozart 1756‒1791

Úts. Zigmond Szathmáry *1939 Sónata í F-dúr, KV 244

Camille Saint-Saëns 1835‒1921 Danse macabre, op. 40

Úts. Edwin Lemare 1865‒1934

Balduin Sulzer *1932 Phantasia quasi improvisata, 2016

Johannes Brahms 1833‒1897 Herzlich tut mich erfreuen

Úr 11 Choralvorspiele op.post.122

Franz Liszt 1811‒1886 Präludium und Fuge über BACH

Elke Eckerstorfer er frá Wels í Efra-Austurríki og stundaði nám við tónlistarmenntaskólann í Linz og hóf píanónám við Bruckner tónlistarháskólann í Linz. Hún stundaði framhaldsnám í orgelleik, píanóleik og semballeik við Tónlistarháskólann í Vín og veturinn 2000/2001 var hún í námi hjá Bouvard og Latry við Þjóðartónlistarháskólann í París.

Elke Eckerstorfer hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir leik sinn og hún hefur ferðast til flestra landa Evrópu og til Japans í tengslum við tónleikahald. Leikur hennar hefur verið hljóðritaður bæði til útgáfu og fyrir útvarp. Á einum geisladiska hennar leikur hún öll orgelverk eftir Balduin Sulzer, tónskáld og kaþólskan prest frá Efra-Austurríki. Hún hefur hljóðritað tvo geisladiska í St. Augustin kirkjunni í Vínarborg, Trumpet Voluntary og Christmas Trumpet, með austurríska trompetleikaranum Gernot Kahofer.

Fyrir utan að vera einn af organistum í Kirkju heilags Ágústínusar í Vínarborg kennir hún einnig við Tónlistarháskóla borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lesandi Morgunblaðsins hafði áhyggjur af því að blaðamaður væri gervigreindarforrit

Lesandi Morgunblaðsins hafði áhyggjur af því að blaðamaður væri gervigreindarforrit
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar

Óttar Guðmundsson skrifar: Einmanaleiki drykkjunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýtt ofurpar staðfest: Frumsýndi kærustuna á virtum viðburði – Sjáðu myndina

Nýtt ofurpar staðfest: Frumsýndi kærustuna á virtum viðburði – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði

Segir að verkefnið taki Amorim marga mánuði
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“