Hljómsveitin Vök gaf í byrjun mánaðarins út nýtt lag sem ber heitið „Autopilot“.
Autopilot er það fyrsta sem við fáum að heyra af nýju efni frá Vök síðan þau gáfu út breiðskífu sína „Figure“ snemma árs 2017, en sveitin vann einmitt plötu ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki raftónlistar en sveitin var tilnefnd til fimm verðlauna.
Nú hefur Vök sent frá sér tónlistarmyndband við lagið sem var tekið upp á ferð um landið þegar sveitin spilaði á LungA listahátíð á Seyðisfirði í júlí.
Myndbandið er tekið upp af Bryndísi Hrönn og klippt af Bryndísi og Stefáni Atla.