fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Opið hús á Menningarnótt hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. ágúst 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Menningarnótt opnar Sinfóníuhljómsveitin dyr sínar upp á gátt og býður upp á tvenna tónleika í Eldborg, kl. 15 og 17.
 
Á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Menningarnótt fá ungir hlustendur á öllum aldri að kynnast stuttlega þeim fjölbreyttu og skemmtilegu verkum sem flutt verða á Litla tónsprotanum, áskriftarröð fjölskyldunnar, á starfsárinu. Auk nýrra tónlistarævintýra um Maxímús Músíkús og Strákinn og slikkeríið verða leikin brot úr Leikfangasinfóníunni og rykið dustað af dansskónum í skemmtilegum slögurum.
Brynhildur Guðjónsdóttir leiðir hlustendur inn í heim hinnar sinfónísku tónlistar og hljómsveitarstjóri tónleikanna er Bjarni Frímann Bjarnason.
Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða frá kl. 11 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.
 
Á seinni tónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Menningarnótt hljóma kaflar úr nokkrum helstu meistaraverkum tónlistarsögunnar, sem öll munu hljóma á tónleikum hljómsveitarinnar síðar í vetur. Candide-forleikur Bernsteins er fjörið uppmálað og Sigrún Eðvaldsdóttir leikur einleik í upphafsþætti hins stórkostlega fiðlukonserts eftir Tsjajkovskíj.
Lokaþáttur „Hetjuhljómkviðunnar“ er dæmi um glæsilega og þróttmikla tónlist Beethovens, og Bolero eftir Ravel gefur hljómsveitinni tækifæri til að sýna öll sín fjölbreyttu litbrigði. Hljómsveitarstjóri er hinn finnski Klaus Mäkelä, sem ekki er nema 21 árs gamall en hefur þegar stjórnað flestum helstu hljómsveitum Norðurlanda.
Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt er að nálgast miða frá kl. 11 á tónleikadegi í miðasölu Hörpu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga

Samþykkt að breyta reglum eftir dóm á dögunum – Kemur í veg fyrir óeðlilega samninga
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar