fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025

Svona fór Friðrik Ómar að því að „smygla“ Bubba inn sem leynigesti á Fiskidagstónleikunum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 10:30

Mynd: Bjarni Eiríksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskidögum á Dalvík lauk að vanda á laugardagskvöld með tónleikum sem Friðrik Ómar Hjörleifsson hafði veg og vanda af, fram komu fjölmargir tónlistarmenn, en um 36 þúsund gestir sóttu tónleikana.

Leynigestur tónleikanna var enginn annar en konungurinn Bubbi, en enginn, hvorki áhorfendur né aðrir flytjendur höfðu hugmynd um að hann myndi koma fram. Í bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Friðrik Ómar Gulla og Heimi frá hvernig honum tókst að smygla Bubba óséðum á svið.

Bubbi var í fríi og í veiði og sagðist því ekki komast á æfingar. „Ég ætlaði að láta þetta ganga,“ segir Friðrik Ómar, sem ræddi við Bubba og Palla Eyjólfsson, umboðsmann hans hjá Prime. Séræfingar voru því með Bubba, sem fékk einnig myndbönd af sviðinu sem hann átti að stíga á þann 11. ágúst.

„Bubbi kom til Dalvíkur og var sóttur við brúna sem er við bæjarmörkin. Hann var íklæddur vöðlujakka, enda að koma úr veiði. Það var góð hetta á jakkanum þannig að hann var óþekkjanlegur. Hann gekk síðan inn í frystihús, fór þar niður á hné og var sminkaður og labbaði síðan í gegnum frystihúsið og upp á sviðið, sem hann var að stíga á í fyrsta sinn.“

Enginn vissi af komu Bubba, hvorki áhorfendur né aðrir flytjendur, „en einhverjir urðu varir við hann baksviðs rétt áður.“

Jói P og Króli voru á undan Bubba á sviði og fluttu meðal annars smellinn BOBA, segir Friðrik Ómar að „sample“ með Bubba hafi verið spilað á undan þeim og eftir.

Mynd: Bjarni Eiríksson

„Þetta var ótrúlegt móment og gaman að sjá þetta verða að veruleika,“ segir Friðrik Ómar, sem lofaði Bubba í hástert: „Vá hvað hann er professional. Hann hringdi í gær og er alveg í skýjunum og sagði þetta vera eitt af topp 10 mómentum á hans ferli.“

Friðrik Ómar er enn staddur fyrir norðan í smá hvíld fyrir næsta verkefni sem er George Michael showið í Hörpu þann 14. september næstkomandi.

„Ég er rosalega ánægður með tónleikana,“ segir Friðrik Ómar sem þakkaríbúum Dalvíkur fyrir að taka á móti öllum þessum fjölda, en íbúatala bæjarins margfaldast þegar um 1800 íbúar taka á móti 35-36 þúsund gestum.

Það er óþolandi hvað maður er alltaf að keyra þetta áfram þannig að sé enginþgn

„Við þurfum ekki að vera fleiri,“ segir Friðrik Ómar og hlær, „bara sama fólkið mætir á næsta ári,“ þegar Gulli og Heimir sögðu að mun fleiri hefðu mætt en áður, en ljóst er að aðsókn á hátíðina eins ár frá ári.

„Íbúar Dalvíkur eru ótrúlega flottir að taka á móti öllu þessu fólki og meðan þeir vilja gera það þá gengur þetta.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn