fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Nýja Mulan lifnar við – Óvíst hvort verði sungið í myndinni

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðsla er hafin á kvikmynd um Mulan, leikinni kvikmynd frá Disney sem byggir lauslega á samnefndri verðlaunateiknimynd frá árinu 1998. Rétt eins og upprunalega teiknimyndin er um að ræða kínverska þjóðsögu um unga stríðshetju sem dulbýr sig sem karlmann.

Disney birti fyrstu ljósmyndina frá framleiðslu myndarinnar á samfélagsmiðlinum Twitter en þar sést leikkonan Yifei Liu með sverð á lofti í titilhlutverkinu.

Leikstjóri nýju Mulan-myndarinnar er Niki Caro, en hún sá meðal annars um kvikmyndirnar Whale Rider, North Country og The Zookeeper’s Wife. Tökur myndarinnar eru nýhafnar og fara fram í Kína og í Nýja Sjálandi. Á meðal annarra leikenda í myndinni verða Jet Li, Gong Li, Donnie Yen og Jason Scott Lee.

Caro birti annars vegar einnig fyrstu ljósmyndina af tökustað á Instagram-síðunni sinni.

Mulan. Day #1. Reflections. #mulan #disney #yifei_cc

A post shared by @ nikicaro on

Myndin er væntanleg í bíóhús hér á Íslandi 27. mars 2020. Ekki er enn vitað hvort um söngleik verði að ræða, en aðstandendur hafa ekki gefið skýrt svar við því. Leikstýran sagði hins vegar í viðtali við The Hollywood Reporter í vor að ekki væri enn komið á hreint hvaða rullu tónlistin mun spila, eða hversu mikið af upprunalegu lögunum munu rata í endurgerðina.

Aðdáendur upprunalegu myndarinnar bíða þó ólmir eftir því hvort lagið I’ll Make a Man out of You fái að fljóta með í þeirri nýju.

Hér er lagið á íslensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“

Hulda segir viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg og birtir skjáskot – „Nú er ég orðið menntað fífl í hugum þessara manna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni

Ragnhildur gagnrýnir kvenkyns áhrifavalda sem glenna sig í ræktinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“

Hörmulegt fráfall Matthew Perry – „Það er miklu meira í þessari sögu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“