fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Listamannaspjall á lokadegi Djúpþrýstings

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 11. ágúst 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á lokadegi sýningarinnar Djúpþrýstingur á morgun, sunnudag, munu Andreas Brunner & Veigar Ölnir Gunnarsson, undir leiðsögn Þórhildar Tinnu Sigurðardóttur, spjalla um verk sín á sýningunni. Spjallið fer fram á ensku kl. 16, en sýningin er opin frá kl. 12-18 í Nýlistasafninu Grandagarði 20 (Marshallhúsið).Andreas Brunner er svissneskur myndlistarmaður sem býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk nýverið MA gráðu í mynd- list frá Listaháskóla Íslands og er með BA próf í myndlist frá Lucerne University of Applied Science and Arts. Undanfarin ár hefur Andreas byggt upp vinnubrögð sem eru ekki bundin við ákveðinn miðil, heldur felast í stöðugri endurskoðun ákveðinna hugtaka og birtast í mismunandi efnum og formum. Þessi hugtök vísa oft til breytinga innan menningar, hvernig merking er sköpuð eða verður til, sem og skynjunar á tíma og efniskenndar. Verk hans eiga sér því sameiginlegt inntak frekar en birtingarmynd.

Veigar Ölnir Gunnarsson er myndlistarmaður frá Reykjavík. Hann lauk BA prófi frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2017 með viðkomu í skiptinámi við Konstfack í Stokkhólmi. Frá útskrift hefur hann búið og starfað í Reykjavík og Den Haag ásamt því að sækja starfsnám hjá listamanninum Zoro Feigl í Hollandi. Í verkum sínum notast hann við mismunandi miðla þar sem hugmyndir um sammannlega reynslu leiða ferlið. Hliðstæður innra lífs og ytra umhverfis eru einnig hugðarefni í verkunum sem taka á sig mynd í skúlptúrum, vídeóum, gjörningum og ljósmyndum.

Þórhildur Tinna Sigurðardóttir, listfræðinemi við Háskóla Íslands og yfirsetari Nýlistasafnsins, mun leiða listamannaspjallið að þessu sinni. Hún hefur komið að skipulaggningu og uppsetningu víða, til dæmis á Listahátíð Ungs fólks á Asuturlandi einnig þekkt sem LungA. Þar að auki skipulagt viðburði fyrir The Reykjavík Grapevine og einnig sýningastýrt samsýningu upprennandi gjörningalistamanna, Klapparstígur 12.

Hljóðverk Ásgerðar Birnu Björnsdóttur – Ég hef þig í vasanum verður flutt undir lok spjallsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sláandi skýrsla sögð sýna fram á áratuga misnotkun munks á „velsku barnaníðingseyjunni“

Sláandi skýrsla sögð sýna fram á áratuga misnotkun munks á „velsku barnaníðingseyjunni“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni

Byrjunarliðin í enska boltanum – Liverpool og Arsenal í eldlínunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna