fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025

Vísur og skvísur á Gljúfrasteini um Versló

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísnadúettinn Vísur og skvísur flytja íslensk og skandinavísk vísnalög þar sem texti og tilfinning mætir hljómþýðum laglínum á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins, sunnudaginn 5. ágúst næstkomandi.

 

Vísnasöngkonurnar Vigdís Hafliðadóttir og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir skipa dúettinn Vísur og Skvísur. Þær leggja áherslu á norræn lög sem spanna breidd tilfinninga og eru flutt í samtali við áheyrendur þar sem textinn hefur ekki síðara vægi en laglínan. Á efnisskrá tónleikanna má meðal annars finna vísnalög eftir Jón Ásgeirsson, Barbara Helsingius og Eivøru Pálsdóttur.

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2.500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. 

Stofutónleikar í ágúst verða sem hér segir:

5. ágúst  Vísur og skvísur flytja íslensk og skandinavísk vísnalög þar sem texti og tilfinning mætir hljómþýðum laglínum.
12. ágúst Strákarnir í Pollapönki verða með fjöruga barnaskemmtun.
19. ágúst Bryndís Halla leikur sellósvítur J.S.Bach.
26. ágúst Bjarni Frímann Bjarnason blaðar í nótnasafni Halldórs Laxness og flytur úrval verka á flygil skáldsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“

Allt á suðupunkti á samfélagsmiðlum hér heima eftir daginn – „Er lögreglumál hvað hún var léleg“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“

Skiptar skoðanir um óhefðbundið ástarlíf blaðamanns Morgunblaðsins – „Svona rugl endar ekki vel“