Ragnhildur Gísladóttir og Björgvin Gíslason koma fram á stofutónleikum Gljúfrasteins sunnudaginn 8. júlí með söng og leik á snittubassa og sítar.
Ragga og Bjöggi Gíslabörn munu bæði leika á óhefðbundið hljóðfæri sem Ragga hefur nefnt snittubassa. Þau verða með sitthvorn rafbassann sem þau leika á með misþykkum bygginga snittuteinum. Ragga mun beita söngröddinni og Bjöggi leika á sítar ef tími gefst til, en Bjöggi er einn færasti sítarleikari Evrópu og gefur indverskum sítarleikurum ekkert eftir.
Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2.500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.