Þegar aðsóknartölur á íslenskar myndir vikuna 25. júní – 1. júlí eru skoðaðar má sjá að Adrift eftir Baltasar Kormák er með tæpa tíu þúsund gesti eftir þriðju sýningarhelgi og Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er með yfir þrettán þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi.
1,849 sáu Adrift í vikunni, en alls hafa 9,683 séð hana eftir þriðju sýningarhelgi. Myndin er í sjötta sæti.
1,035 sáu Kona fer í stríð í vikunni. Alls hafa nú 13,168 séð hana eftir fimm helgar. Myndin er í áttunda sæti.
Andið eðlilega hefur alls fengið 6,418 gesti eftir 17 vikur.
Vargur er í 14. sæti eftir átta vikur, en alls hafa 6,292 séð myndina.
Lói er í 15. sæti eftir 22. Sýningarhelgi, en alls hafa 24,048 séð myndina.