Í samstarfi við Drápu gefum við 5 einstaklingum bókina Óttinn eftir C. L. Taylor, en Óttinn er fyrsta bók hennar sem kemur út á íslensku.
Daily Mail segir „Rússíbanareið með mögnuðum fléttum“ og Woman Magazine gefur fullt hús, fimm stjörnur.
Þegar Lou Wandsworth hljópst á brott til Frakklands ásamt kennaranum sínum Mike Hughes, hélt hún að hann væri stóra ástin í lífinu. En Mike var ekki allur þar sem hann var séður og skildi líf hennar eftir í molum.
Nú er Lou orðin 32 ára og hún uppgötvar að Mike er enn á ný að gera hosur sínar grænar fyrir unglingsstúlku. Ákveðin í að koma í veg fyrir að Mike endurtaki leikinn, snýr hún aftur til heimabæjar síns til þess að láta hann horfast í augu við þann skaða sem hann olli.
Mike er fantur af verstu gerð og Lou gæti orðið fórnarlamb hans á ný, þegar hún reynir að ná fram réttlæti – og bjarga um leið unglingsstúlkunni frá Mike.
Óttinn hefur hlotið fádæma góðar viðtökur enda heldur hún lesandanum í heljargreipum frá fyrstu blaðsíðu. Sálfræðitryllir af bestu gerð.
C.L. Taylor er alþjóðlegur metsöluhöfundur og hafa bækur hennar komið út á meira en 20 tungumálum víða um heim.
Skrifaðu athugasemd hér fyrir neðan ef þig langar í eintak af bókinni.
Við drögum út fyrir verslunarmannahelgi.
Sjá viðtal við höfundinn hér.