Bókaræman er samkeppni fyrir ungmenni á aldrinum 13-20 ára þar sem bækur og myndband fléttast saman á skemmtilegan hátt.
Sendu inn stutt myndband (30 til 90 sekúndur) sem fangar umfjöllunarefni einnar bókar.
Þú velur bókina og aðferðin er frjáls! Þú getur gert leikþátt, viðtal, söng, dans, rapp, grín eða bara hvað sem þér dettur í hug.
Leiðbeiningar fyrir þátttakendur:
Myndbandið á að vera 30 til 90 sekúndur að lengd.
Myndbandið verður að fjalla um bók (eða bækur) sem þátttakendur hafa lesið. Titill bókar verður að koma fram í myndbandinu. Efnistök eru að öðru leyti frjáls, en myndbandið verður að vísa til bókarinnar á einhvern hátt.
Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13-20 ára.
Það mega vera margir þátttakendur um hvert myndband, en þá verða vinningshafar að skipta með sér verðlaununum.
Skilafrestur er 31. október næstkomandi.
Þrír dómarar velja vinningsmyndböndin.
Verðlaunaafhending fer fram fimmtudaginn 8. nóvember næstkomandi í Bíó Paradís.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir vinningsmyndböndin!
Í verðlaun eru:
Lenovo Spjaldtölva frá Origo
Hamborgaraveislu fyrir 6 frá Hamborgarabúllunni
Bíómiðar frá Laugarásbíó
Bíómiðar frá Bíó Paradís
Allir vinningshafar fá innleggsnótu frá Nexus og bók frá Bókabeitunni