Í kvöld kl. 20 leiðir Stefán Pálsson sagnfræðingur kvöldgöngu Borgarbókasafnsins um þurra Reykjavík ársins 1918 og þar um bil.
Áfengisbann tók gildi á Íslandi árið 1915 og sambandslögin því samþykkt af bláedrú borgurum þremur árum síðar. Gangan er hluti af Kvöldgöngum sem eru í umsjón Borgarbókasafnsins, Listasafns Reykjavíkur og Borgarsögusafns Reykjavíkur.
Kvöldgöngurnar eru fríar og öllum opnar.