Dúettinn Vandræðaskáld samanstendur af Sesselíu Ólafsdóttur, leikkonu og leikstjóra, og Vilhjálmi B. Bragasyni, leikskáldi og rithöfundi.
Í tilefni umræðunnar um veðurfar og ferðalög innanlands gáfu þau út sumarsmellinn Útilegusár.
„Hér kemur loksins þjóðhátíðarlagið sem enginn bað um,“ segja þau á Facebooksíðu sinni, „þar sem við freistum þess að fanga hina íslensku útileguupplifun í einu lagi!“