fbpx
Föstudagur 13.desember 2024

Rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð biður fólk um að „unfollowa“ sig á Instagram

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar birti stöðufærslu á Facebook þar sem hann biður fylgjendur sína á Instagram um að hætta að fylgja sér hið snarasta. Ástæðan er sú að rússneskur hakkari yfirtók reikning hans í síðustu viku, lokaði á Óttar, skipti prófílmynd Óttars út fyrir fáklædda konu og hóf að senda fylgjendum Óttars ruslpóst í gríð og erg.

Í samtali við Fréttablaðið segir Óttar: „Rússarnir gera þetta víst, safna reikningum, til að geta spammað vini manns með vírusum,“ segir Óttar í samtali við Fréttablaðið og bætir við að einhvern fjárhagslegan ávinning sjái þrjótarnir sér líka í þessu þar sem þeir notu gervireikninga til þess að kynna vörur á vefsíðum. „Eða eitthvað þannig. Ég náði þessu ekki alveg.“

Hann segist þó hafa tekið skjáskot af færslum sínum í gegnum reikning konunnar sinnar og ætlar að færa þær yfir á nýjan reikning þar sem hann ætlar að huga betur að öryggismálum.

„Þetta er líka mér að kenna. Ég hefði átt að hafa þetta öruggara en það góða við þetta er að ég er búinn að uppfæra þessa hluti hjá mér alls staðar. Á samfélagsmiðlum, í tölvu, síma og svo framvegis.

Þannig að það kom kannski eitthvað gott úr þessu og ég mæli með að fólk geri slíkt hið sama vegna þess að þessum hakkaramálum á bara eftir að fjölga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433
Fyrir 10 klukkutímum

Orri kom inn á í sigri – Elías fór meiddur af velli í Portúgal

Orri kom inn á í sigri – Elías fór meiddur af velli í Portúgal
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
433
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea með sigur í kuldanum í Kasakstan – Áfram með fullt hús

Chelsea með sigur í kuldanum í Kasakstan – Áfram með fullt hús
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“

Sigurður Ingi segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar – „Hver setur svona þvælu á flug?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu