Eftir fágaðan flutning Láru Bryndísar Eggertsdóttur á nýlegri íslenski orgeltónlist síðastliðinn fimmtudag og tvenna ótrúlega tónleika franska spunameistarans Thierrys Escaich um helgina heldur Alþjóðlega orgelsumarið í Hallgrímskirkju vonandi áfram að heilla hrifnæma tónleikagesti með fernum tónleikum í þessari viku.
Thierry Mechler organisti Fílharmóníunnar í Köln og Lára Bryndís
Miðvikudaginn 25. júlí kl. 12 syngur kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kaldalóns, Händel, Byrd, Sigurð Sævarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Hjálmar H. Ragnarsson. Tónleikagestum er boðið í kaffi og spjall við meðlimi kórsins að tónleikunum loknum. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðaverð 2.500 kr.
Fimmtudaginn 26. júlí kl. 12 leikur einn fremsti organisti okkar af ungu kynslóðinni, Lára Bryndís Eggertsdóttir, verk eftir G. Pierné og Bedrich Smetana (Moldau). Miðaverð 2.000 kr.
Laugardaginn 28. júlí kl. 12 leikur franski organistinn og tónskáldið Thierry Mechler verk eftir Bach (Goldberg-tilbrigðin),Boëly og sjálfan sig. Mechler er organisti Fílharmóníunnar í Köln og einnig orgelprófessor í sömu borg. Miðaverð 2.000 kr.
Á seinni tónleikum sínum, sunnudaginn 29. júlí kl. 17 leikur Thierry Mechler verk eftir Rameau, Fauré, Ravel, Satie, Poulenc, Dutilleux (Hommage à Bach), Debussy (Hommage à Rameau) og sjálfan sig. Miðaverð 2.500 kr.
Miðvikudaginn 25. júlí kl. 12: Schola cantorum
Efnisskrá:
Vorvísa Texti: Halldór Laxness 1902‒1998
Músik: Jón Ásgeirsson *1928
Smávinir fagrir Texti: Jónas Hallgrímsson 1807‒1845
Músik: Jón Nordal *1926
Á Sprengisandi Texti: Grímur Thomsen 1820‒1896
Músik: Sigvaldi Kaldalóns 1881‒1946
Úts.: Jón Ásgeirsson
Dagur er nærri Kristján Valur Ingólfsson, *1947
Músik: George Fridrich Handel 1675‒1759
Ave Verum Corpus Texti: Latneskur hymni
Músik: Willian Byrd 1540‒1623
Nunc dimittis Texti: Luk. 2. 29–32
Músik: Sigurður Sævarsson *1963
Heyr, himna smiður Texti: Kolbeinn Tumason 1173–1208
Músik: Þorkell Sigurbjörnsson 1938–2013
Stóðum tvö í túni Texti: Þjóðvísa
Músík: Ísl. Þjóðlag
Úts.: Hjálmar H. Ragnarsson *1952
Grafskrift Texti: Þjóðvísa
Músík: Ísl. þjóðlag
Úts.: Hjálmar H. Ragnarsson
Schola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, hefur frá upphafi hlotið mikla athygli fyrir fágaðan og tæran söng sinn. Kórinn var valinn „Tónlistarflytjandi ársins 2016” á Íslensku tónlistarverðlaununum í mars 2017 og hefur unnið til verðlauna í erlendum keppnum og komið fram á tónleikum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi, Frakklandi, Japan, Sviss og Bandaríkjunum. Schola cantorum var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2006, tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2007 og Íslensku tónlistarverðlaunanna 2013. Kórinn hefur frá upphafi leikið mikilvægt hlutverk í íslensku tónlistarlífi og frumflutt verk eftir fjölda íslenskra tónskálda auk þess að flytja tónlist allra stíltímabila með og án hljóðfæraundirleiks, m.a. í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Alþjóðlegu barokksveitina í Hallgrímskirkju (áður Den Haag), Björk, Sigurrós o.fl. Kórinn kom einnig fram á 5 tónleikum á tónlistarhátíðinni Reykjavík Festival í Walt Disney Hall í Los Angeles í apríl 2017, þ.s. söngur kórsins hlaut einróma lof í allri umfjöllun stórblaða svo sem New York Times, LA Times o.fl. Stjórnandi kórsins frá upphafi er Hörður Áskelsson.
Fimmtudaginn 26.júlí kl. 12: Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti, Reykjavík
Efnisskrá:
Gabriel Pierné 1863‒1937 Trois Pièces, op. 29
Prélude
Cantilène
Scherzando
Bedřich Smetana 1824‒-1884 Vltava/Moldá
Umr.: Barbara Bannasch/LBE
Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra á píanó og þegar hún var 14 ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar. Lára Bryndís er nýflutt aftur heim til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku þar sem hún lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014. Aðalkennarar hennar þar voru Ulrik Spang-Hanssen og Lars Colding Wolf. Undanfarin ár hefur hún starfað sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Árósum.
Laugardaginn 28. júlí kl. 12: Thierry Mechler organisti Fílharmóníunnar í Köln
Efnisskrá:
Johann Sebastian Bach 1685‒1750
Aría og sex Goldberg tilbrigði
Alexandre Pierre François Boëly 1785‒1858
Fantaisie sur le Judex Crederis
úr Te Deum, allegro pastorale í G-dúr
og allegro agitatio í g-moll
Thierry Mechler *1962 Spuni
Sunnudaginn 29. júlí kl. 17: Thierry Mechler organisti Fílharmóníunnar í Köln
Efnisskrá:
Jean-Philippe Rameau 1683‒1764 Les Sauvages
L’Enharmonique
Le Rappel des Oiseaux
Gabriel Fauré 1845‒1924 Improvisation, op. 84, nr. 5
Maurice Ravel 1875‒1937 Prélude et fugue
úr Tombeau de Couperin
Erik Satie 1866‒1925 Prière des Orgues
Francis Poulenc 1899‒1963 Toccata
Henri Dutilleux 1916‒2013
Improvisation et Hommage à Bach
Claude Debussy 1916‒2013
Hommage à Rameau (Images I)
Thierry Mechler *1962 Triptychon-Organum, op. 15, 2017
In necessariis unitas (Í nauðsynlegum efnum, einhugur), Offertorium
In dubiis libertas (Í óvissum efnum, frelsi), Communio
In omnibus caritas (Í öllum efnum, kærleikur), Postludium
Franski organistinn og tónskáldið Thierry Mechler er frá syðsta hluta Elsass í Frakklandi þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Hann er orgelleikari Fílharmóníuhljómsveitar Kölnar og prófessor í orgelleik og orgelspuna við Tónlistar- og dansháskólann í Köln.
Thierry var í orgelnámi hjá Daniel Roth í Strassborg og hjá Marie Claire Alain í París, spuna hjá Jacques Taddei og píanóleik hjá Hélène Boschi.
Allt frá námsárum sínum hefur Thierry verið vinsæll konsertorganisti og hann hefur haldið tónleika víðs vegar um heiminn auk þess sem hann er virtur dómari í orgelkeppnum og eftirsóttur sem fyrirlesari og kennari á meistaranámskeiðum.
Árin 1986‒1989 kenndi hann við ríkistónlistarháskólann í Annecy. Árið 1984 varð hann organisti Frúarkirkjunnar í Thierenbach í Elsass og frá 1991 til 1999 var hann aðalorganisti Dómkirkjunnar í Lyon. Á sama tíma var hann listrænn stjórnandi Alþjóðlegu orgelhátíðarinnar í Maurice Ravel tónlistarsalnum þar í borg. Árið 1998 var hann svo ráðinn orgelprófessor í Köln og starfið við Fílharmóníuna bættist við 2002.