Hollenska bókaforlagið Uitgeverij Q hefur gefið út nýstárlega bók, sem heitir á frummálinu Het Ijsland van Indriðason, sem þýða má sem Ferðast um Ísland á slóðum Indriðasonar.
Höfundur er Alexander Schwarz og í bókinni er ferðast með lesandann á þekktar söguslóðir í bókum Arnaldar Indriðasonar. Ferðast er um Reykjavík, Þingvelli, Vestfirði, gömlu herstöðina við Keflavík og auðvitað fjallið Harðskafa á Austurlandi, þar sem saga Erlendar og bróður hans á sér stað.
Tilvitnanir frá Arnaldi, upplýsingar um Ísland og fallegar myndir prýða bókina sem er 330 bls. Skemmtilegt „tvist“ ´á leiðsögubók um Ísland. Alls hafa 16 bækur Arnaldar verið gefnar út hjá forlaginu.