fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Hotel Transylvania 3: Prump og pabbabrandarar

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 21. júlí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast að í 90% tilfella verða ærslafullar skrípóseríur þynnri og þreyttari eftir því sem á líður. Hið sama mætti vissulega segja um grínferil Adams Sandler, enda hefur fyndni mannsins legið að mestu í dvala á Dalvík og rýrnað síðan eftir aldamótin. Blessunarlega hefur Hotel Transylvania-myndabálkurinn reynst vera undantekning, enda yfirleitt betra að sjá Sandler stíla inn á barnahópa frekar en unglinga og fullorðna með barnalegum húmor.

Hotel Transylvania-myndirnar búa yfir ákveðinni maníu en jafnframt fjölda skemmtilegra persóna og jákvæðum boðskap sem kemst til skila án rembings. Skilaboðin hafa áður verið margtuggin („Við erum öll eins að innan“ – meira að segja skrímsli, múmíur og aðrar skepnur, merkilegt nokk …) og þráum við öll skilning og tengingu umfram annað inni við beinið. Það má svo sem margt segja um dannaðan húmor myndarinnar og tilheyrandi prumpubrandara (sem eru að vísu fyndnir hér), en með svona stórt og hreint hjarta er ljóst að endurvinnsla og peningaplokk er ekki auðsjánalegt í forgrunni með þriðja eintakinu, eins og hætta hefur verið á.

Þríleikurinn kemur úr smiðju teiknisnillingsins Genndys Tartakovsky, sem hefur komið víða við með seríum eins og Dexter‘s Laboratory, The Powerpuff Girls, Samurai Jack og fleira. Stíll Genndys er skemmtilega spastískur og persónuhönnun ávallt dýnamísk, furðuleg og lifandi.

Að vísu slagar engin þessara Transylvania-mynda upp í gæði bestu Pixar-verka en af þrennunni er þessi sú bitastæðasta af þeim sem eru í boði, með skýrari stefnu og pakkaðri framvindu en hin skiptin. Ef orkuhlaðin lita- og skrímslaárás með hlýju hjarta er þér og börnunum ekki ofviða, má svo sannarlega gera margt verra en að kíkja á myndina. Hins vegar skal segjast að undirritaður sá myndina með ensku tali. Teiknimyndir eiga það til að glata hálfri stjörnu í þýðingunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Í gær

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona geturðu skoðað Reykjavík í þrívídd