fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024

Óttinn – Stundum vill fyrsta ástin ekki sleppa tökunum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. júlí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Metsöluhöfundurinn C.L. Taylor kemur loksins út á Íslandi

Unnendur góðra spennubóka þekkja sennilega metsöluhöfundinn breska C.L. Taylor. Bækur hennar hafa selst í milljónum eintaka víða um heim og hún er það sem er kallað Sunday Times Bestselling Author.

Ferill C. L. Taylor hófst ekki í spennusagnageiranum. Fyrstu tvær bækur hennar voru rómatískar og léttar. „Ég fæddist í Worcester en ólst upp á fjölmörgum herstöðvum í Bretlandi og Þýskalandi, enda faðir minn í breska hernum. Ég lærði sálfræði við University of Northumbria og vann svo ýmis störf í framhaldinu, og endaði á því að vinna við að skipuleggja fjarkennslu. Það ætti því ekki að koma á óvart að aðalsöguhetjan í Óttanum vinnur einmitt við það.“

„Ég byrjaði að skrifa smásögur árið 2005 sem birtust í tímaritum í Bretlandi og nokkrar þeirra skiluðu mér verðlaunum í smásögusamkeppnum. Það var svo árið 2009 sem fyrsta bókin mín kom út og önnur bókin kom svo árið 2011. Þetta voru rómantískar skemmtibækur (romantic comedy novels) sem gengu bara nokkuð vel og voru gefnar út á fjórtan tungumálum. Þessar bækur komu út undir mínu fulla nafni, Cally Taylor. Heaven Can Wait gekk sérlega vel í Ungverjalandi og Kína og Home for Christmas endaði á stóra tjaldinu. Þannig að þetta gekk vel hjá mér. Það var ekkert annað í kortunum en að halda áfram á þessari braut, en það átti eftir að breytast. Þegar ég var í barnseignaleyfi eftir að hafa átt son minn kom hugmynd til mín sem ég losnaði ekki við. Þetta var hugmynd að sálfræðitrylli og hugmyndin þróaðist með mér og endaði í bókinni The Accident. Eftir það var ekki aftur snúið og ég hef haldið mig við glæpasögur síðan.“

Glæpasögurnar hennar hafa komið út undir nafninu C.L. Taylor og hafa gengið gríðarlega vel; verið þýddar á meira en 15 tungumál og komið út í rúmlega 20 löndum. Þær eru orðnar fimm talsins og nýjasta bókin, The Fear kom út í vor. Það er einmitt sú bók sem kemur út nú í lok júlí hér á Íslandi.

„Við erum ákaflega stolt og spennt yfir því að hafa fengið leyfi til að gefa út þennan frábæra höfund á íslensku,“ segir Ásmundur Helgason hjá Drápu, sem gefur bókina út.

„Þetta er alveg frábær sálfræðitryllir, hörkuspennandi með óvæntum vendingum og endi sem kemur á óvart!,“ segir Ásmundur, sem neitar að ljóstra meira upp um söguþráð bókarinnar.

Á Facebooksíðu Drápu, útgefanda bókarinnar, er leikur þar sem heppinn vinningshafi vinnur eintak af bókinni fyrir sig og vin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna

Hannes segist hafa „sprungið úr reiði“ er hann sá tilkynninguna
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Frosti segir Helgu Gabríelu elska að gera heimili þeirra fallegt – „Er það vegna kvennakúgunar? Ég leyfi mér að efast um það“

Frosti segir Helgu Gabríelu elska að gera heimili þeirra fallegt – „Er það vegna kvennakúgunar? Ég leyfi mér að efast um það“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Björn Bragi opinberar eftirminnileg skilaboð sem hann fékk eftir þátt af Kviss á Stöð 2

Björn Bragi opinberar eftirminnileg skilaboð sem hann fékk eftir þátt af Kviss á Stöð 2
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann

Manchester United komið í viðræður um spennandi leikmann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Fékk óvenjulegt símtal mánuði eftir að hafa sofið hjá konunni – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum
Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands