Á sunnudag 22. júlí kl. 17 er komið að fjórðu sumartónleikunum í Akureyrarkirkju.
Á tónleikunum kemur fram Eyþór Franzson Wechner, orgelleikari og flytjur fjölbreytta og krefjandi efnisskrá af einsleiksverkum fyrir orgel. Eyþór hefur haldið einleikstónleika á Íslandi, í Þýskalandi og Ástralíu. Hann lauk mastersgráðu árið 2014 við Hochschule fur Musik und Theater í Leipzig og starfar nú sem organisti Blönduóskirkju. Á tónleikunum leikur Eyþór verk eftir Mozart, Buxtehude, Karg-Elert, Bach, Saint Saens og Rossini. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.