fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Karitas Harpa syngur texta eftir föður sinn við lag Bob Dylan

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 18. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir gaf í gær út myndband þar sem hún syngur lag Bob Dylan Make You Feel My Love við íslenskan texta eftir föður sinn, Davíð Sigurðsson. Sjá má textann hér fyrir neðan myndbandið.

„Og í dag, í tilefni af sólinni, sumrinu, ástinni og öllum brúðkaupunum gef ég út lag og myndband. Lagið er reyndar eftir Bob Dylan og búið að vera til í nokkur ár en textinn er eftir hann pabba minn Davíð Sigurðsson, en honum fannst vanta ástartexta við þetta fallega ástarlag,“ segir Karitas Harpa.

Lagið er einnig þekkt í flutningi Adele, en hún gaf það út fyrir 10 árum. Einnig hefur fjöldi annarra listamanna flutt sína útgáfu af laginu.

Ljósmyndina tók sonur Karitasar, Ómar Elí, sem er þriggja ára.

Hún fékk góða vini til liðs við sig: Birgir Sævarsson tók upp söng og undirleik, Alexander Freyr Olgeirsson leikur á gítar, Rósa Björg er í bakrödd og Eiríkur Þór Hafdal tók myndbandið upp í Lágafellskirkju.

Karitas Harpa, sem kemur fram undir listamannsnafninu Karitas, vinnur nú á Rás 2 og er að leysa af núna í Morgunverkunum frá kl. 9-12.20.


Þegar rignir, kaldur vindur hvín
Skýjabakkar byrgja okkur sýn
Mundu þá að ég er stúlkan þín
Ég gef þér mína ást

Þegar sorgin sára hellist yfir þig
og kvöldsins skuggar gera vart við sig
Þá bið ég þess þú viljir muna mig
Ég gef þér mína ást

Þú veist að hugur minn er ætíð hér,
enginn tekur mig frá þér
Frá fyrstu stundu sem ég hitti þig,
þú varst sá eini fyrir mig

Ég yrki ljóð ég flyt þér söng minn hér
Ég plana æviárin mín með þér
Fyrir þig ég geri hvað sem er
Ég gef þér mína ást

Er kaldir vindar blása okkur á
og brimið kastar til og frá
Þá muntu alltaf eiga skjól mér hjá
ég gef þér mína ást og þrá

Við eigum drauma,
eigum von og trú
Við göngum veginn saman,
ég og þú

Yfir boðaföllin byggjum brú
Ég gef þér mína ást
Ég gef þér mína ást

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ræddi við Pogba á Twitch – ,,Ef það er rétt verð ég virkilega ánægður“

Ræddi við Pogba á Twitch – ,,Ef það er rétt verð ég virkilega ánægður“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Gerir grín að mætingu Sigmundar á Alþingi – „Fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð“

Gerir grín að mætingu Sigmundar á Alþingi – „Fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann