fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

Úlfur gefur út Aborescence (remixes) og verkefnið Segulharpa

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 14:00

Úlfur með Segulhörpuna. Mynd: Elísabet Davíðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfur fylgir eftir plötunni Arborescence sem kom út í nóvember 2017, með remix EP að nafni Arborescence {remixes} þann 20. júlí næstkomandi. Þar endurvinna þrír af áhugaverðustu tónlistarmönnum samtímans uppáhalds lög sín af plötu Úlfs.

Úlfur. Mynd: Elísabet Davíðsdóttir

EPið inniheldur þrjú lög og verður fáanlegt stafrænt frá og með 20. júlí. Um daginn kom út remix Kara-Lis Coverdale, en nú hefur tónlistarmiðillinn The 405 frumflutt næsta remix eftir Alex Somers. Miðlarnir self-titled magazine, The Quietus og Resident Advisor hafa auk þess farið fögrum orðum um verkefnið.

Hægt er að forpanta Epið á bandcamp og þá fylgir niðurhal af útgefnu lögunum með, og svo verður síðasta remixið eftir Oren Ambarchi sent sjálfkrafa í pósthólf þegar það kemur út.

Plötuumslag hannað af Ragnari Helga Ólafssyni

Úlfur tilkynnir um verkefni sitt, Segulhörpu

Úlfur hefur undanfarin fimm ár þróað nýja tegund hljóðfæris sem vinnur á landamærum hljóðfæra‐ og raftónlistar; svokallaða Segulhörpu sem er 25 strengja harpa.

Verkefnið hefur verið gert mögulegt fyrir tilstilli verkefnastyrks frá Tækniþróunarsjóði og Frumherjastyrks frá RANNÍS, en Úlfur hlaut Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands fyrir uppgötvanir sínar árið 2013.

Segulharpan er einstök að því leiti að hún myndar tón sinn með sérhönnuðum rafbúnaði sem myndar kraftmikið segulsvið umhverfis hvern og einn streng, og fær þá þannig til að sveiflast. Hljóðfæri af þessu tagi, sem býr í senn yfir akústískum, rafmögnuðum og stafrænum eigindum hefur enn ekki verið markaðssett, en áhugi fyrir því er nú þegar mikill. Hljóðfærið er mikilvæg viðbót við þá gríðarlegu flóru nýrra hljóðfæra sem hafa orðið til á undanförnum áratug í kjölfar tæknibyltinga á sviði smátölva og snjallsíma, án þess þó að vera í beinni samkeppni við önnur álíka spennandi og farsæl verkefni.

Úlfur með Segulhörpuna.
Mynd: Elísabet Davíðsdóttir

Nú hafa orðið til fjögur fullmótuð eintök af Segulhörpunni með háþróaðri frumgerð rafkerfis sem knýr strengina áfram við snertingu fingurgóma notandans. Segulharpan hefur þegar gefið góða raun í tónlistarheiminum. Úlfur sigraði til dæmis á Alþjóðlega Tónskáldaþinginu 2013 (the International Rostrum of Composers) fyrir verk sitt So Very Strange sem var flutt og samið á Segulhörpu.

Segulharpan er nú að fullu tilbúin til fjöldaframleiðslu, og stefnt er að því að almennir notendur geti eignast hljóðfærið fyrir lok ársins, ásamt einfaldaðri útgáfu af rafkerfi hörpunnar sem unnt er að koma á markað fyrir þá sem hafa áhuga. Einnig verður hluti þeirrar þekkingar sem hefur skapast gerð aðgengileg þeim sem hafa áhuga á að nýta sér tæknina með algengari strengjahljóðfærum líkt og píanóum og rafmagnsgíturum, til dæmis innan háskólasamfélagsins þar sem þekkingin sem skapast hefur fyrir tilstilli verkefnisins getur nýst öðrum við frekari nýsköpun.

Hér má hlýða á tóna Segulhörpunnar.

Fylgjast má með Úlfi á heimasíðu hans, Bandcamp, Facebook og Twitter.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433
Fyrir 5 klukkutímum

Viss um að þetta sé leikmaðurinn sem kemur Arsenal yfir línuna

Viss um að þetta sé leikmaðurinn sem kemur Arsenal yfir línuna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað