fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Rokkhátíðin Eistnaflug fer vel af stað – Eftirpartý í Blúskjallaranum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhátíðin Eistnaflug í Neskaupstað er haldin nú um helgina, en hún hófst í gær. Hátíðin er sú fjórtánda í röðinni og stendur hún fram á laugardag.

Góð mæting var á hátíðina strax í gær, „mætingin er helmingi betri en í fyrra,“ segir Magný Rós Sigurðardóttir ein af skipuleggjendum Eistnaflug. Aðaltónleikastaður hátíðarinnar er íþróttahúsið, en einnig eru „off-venue“ tónleikar um bæinn; Beituskúrnum, Stálsmiðjunni og V5, sem er bílskúrinn að Valsmýri 5. Á síðastnefnda staðnum hafa verið tónleikar öll þriðjudagskvöld í sumar og verða áfram út júlí.

Herra Eistnaflug, Birgir Axelsson, heldur eftirpartý í Blúskjallaranum. „Í kvöld er það Alvia Islandia, sem mun sjá um að halda uppi stuðinu fram undir morgun.“

Herra Eistnaflug, Birgir Axelsson og hundurinn hans, Meitill, sem að sjálfsögðu er með passa á Eistnaflug.

Einkennisorð hátíðarinnar hefur alla tíð verið „Bannað að vera fáviti“ og sólin meira að segja hlýðir þeim orðum, því brakandi blíða er í Neskaupstað. Lofar veðurspáin góðu veðri áfram.

„Á Eistnaflugi þarf maður ekki að vera í hreinum buxum, segir einn grjótharður rokkari, sem mætti á svæðið, bara að hafa hreint hjarta.“

Gestir geta nálgast hátíðarapp hér og þannig verið með dagskrána í símanum alla helgina.

Myndirnar eru frá miðvikudagskvöldinu og teknar af Hjalta Árna.

Tappi Tíkarrass: Jakob Smári Magnússon
Tappi Tíkarrass: Eyþór Arnalds
Tappi tíkarrass.
Erla Rut Haraldsdóttir og Helga Dóra Jóhannesdóttir bjóða gesti velkomna með reglum Eistnaflugs.
Krummi Björgvinsson söngvari LEGEND.

 

LEGEND
Mantar
Vintage Caravan: Óskar Logi Ágústsson
Vintage Caravan: Alexander Örn Númason 
Vintage Caravan
Vintage Caravan
Vintage Caravan
Hér má sjá dagskrá Eistnaflug.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!

Svarthöfði skrifar: Leitið ekki langt yfir skammt, Moggamenn!
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telma til skoska stórliðsins

Telma til skoska stórliðsins
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum

Leigusali í Grindavík vildi ekki gefa eftir leiguna þar sem vel væri hægt að búa í bænum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Dæmdur fyrir að rassskella dóttur sína – Stúlkan fær hálfa milljón í bætur

Dæmdur fyrir að rassskella dóttur sína – Stúlkan fær hálfa milljón í bætur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“

Elon Musk svarar fyrir „nasistakveðjuna“