Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds segir í Twitterfærslu kl. 15.53 í dag að hann mæli með að aðdáendur hans kíkji á síðu hans á Spotify á miðnætti í kvöld.
Ekki er ljóst af hverju Ólafur leggur þetta til, hvort von er á nýju lagi eða nýrri plötu.
Síðasta plata Ólafs, Island Songs kom út árið 2016, en hún var samstarfsverkefni Ólafs og leikstjórans Baldvins Z. Þar ferðuðust þeir félagar til sjö mismunandi staða á Íslandi, þar sem þeir tóku upp sjö mismunandi lög í samstarfi með sjö mismunandi tónlistarmönnum.
I think y’all should probably maybe go to my spotify page at midnight tonight…
— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) June 7, 2018