fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

NETFLIX: „Á ég að gæta bróður míns?“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. júní 2018 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttaröðin The Rain með systkinunum Simone (Alba August) og Rasmus (Lucas Lynggaard Tonnesen) í aðalhlutverkum er fyrsta danska þáttaröðin sem er frumsýnd á Netflix.

Simone er áhyggjulaus unglingur á leið í próf þegar faðir hennar kemur og rífur hana úr skólanum með þeirri skipun að fjölskyldan þurfi að forða sér áður en rigningin kemur. Þau ásamt móður Simone og yngri bróður forða sér í neðanjarðarbyrgi, þar sem faðirinn skilur þau eftir. Faðirinn er vísindamaður hjá fyrirtækinu Appollon og áður en hann fer leggur hann brýna áherslu á það við Simone að passa upp á yngri bróður sinn, hann sé lausnin að þessu öllu. „Á ég að gæta bróður míns?“ er eitthvað sem Simone hefur í heiðri eftir það.

Sex árum síðar þegar matarvistir birgisins eru nær uppurnar eru Simone og Rasmus svæld út úr byrginu af hópi fimm ungmenna, sem eru á meðal örfárra eftirlifenda eftir að ónefndur vírus sem berst með rigningu hefur drepið nær alla íbúa Skandinavíu.

Rigningin drepur.

Simone fær leiðtoga hópsins til að taka þau systkinin með og hefst nú æsi spennandi leiðangur í leit að fleiri byrgjum með matarbirgðum, fleiri eftirlifendum, ásamt því að halda hópnum þurrum og á lífi.

Systkinin komast að því að þrátt fyrir að heimsmynd þeirra sé að öllu leyti breytt frá því sem áður var, þá er enn til von, ást, afbrýðisemi, vinátta og hatur.

Það er frábær tilbreyting að horfa á dansk sjónvarpsefni á Netflix, enn betra þegar þáttaröðin er jafn vel gerð, leikin og spennandi og The Rain er.

Mest hvílir á Alba August í hlutverki Simone og leysir hún hlutverk sitt feikna vel af hendi sem eldri systirin sem þarf að fullorðnast á núll einni og passa upp á bróður  sinn og svara spurningum hans, sem hún sjálf veit engin svör

Yngri Rasmus er lítill, krúttlegur og rauðhærður og sá eldri strákur sem manni þykir strax vænt um og er ekki sama um. Drengur sem elst upp fjarri öllu því sem okkur finnst eðlilegt, sjálfsagt og hversdagslegt.

The Rain voru frumsýndir í byrjun maí og eru meðal vinsælustu þáttanna á Netflix, sem hefur staðfest að önnur þáttaröð muni líta dagsins ljós. Reikna má með að hún verði frumsýnd haustið 2019.

Það er því upplagt að halda sig inni í rigningunni núna í byrjun sumars og fylgjast með ungmennunum í The Rain reyna að halda sér á lífi.


Rain á IMDB.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“

Áhorfendur halda ekki vatni yfir Vigdísi: „Eitthvað það dásamlegasta sem ég hef séð lengi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu

Ásdís Rán um hvernig það hafi verið að vera skotspónn brandara í skaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife