Lögreglan í Los Angeles var kölluð í heimahús myndasögukóngsins og hasarblaðahöfundarins Stan Lee, en þar var hann áreittur á lóð hússins á dögunum af tveimur karlmönnum.
Heimildir segja að mennirnir hafi hótað Lee með byssum og er ástæðan talin sú að hann skuldaði þeim pening, en Lee neitaði beiðni þeirra friðsamlega. Staðfest er að báðir mennirnir hafi verið einnig við aðsetur höfundarins kvöldið áður.
Lögreglan mætti á vettvang í tíma til að stöðva atvikið en báðir menn náðu að flýja lóðina. Nú hafa yfirvöld náð tveimur aðilum sem pössuðu við gefna lýsingu og stendur rannsókn nú í fullum gangi.
Stan Lee hélt upp á 95 ára afmæli sitt um helgina og á að baki langan og farsælan feril hjá myndasögumerkinu Marvel. Hann hefur skapað sögusvið teiknimyndasería á borð við Hulk, Fantastic Four, Daredevil, Spider-Man og X-Men, svo eitthvað sé nefnt.
Lee hlaut engin meiðsli í atvikinu og var hress með atvikið á samfélagsmiðlum, eins og sjá má að neðan.
I am seated here looking at your great messages and videos. I love you all. Keep them coming. And happy Saturday. Excelsior! pic.twitter.com/rsG6IftBOM
— stan lee (@TheRealStanLee) June 2, 2018