fbpx
Fimmtudagur 07.nóvember 2024
Fókus

Skjárýnirinn: „Doctor Who eru í uppáhaldi og við sonurinn að horfa á þær aftur frá byrjun“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. júní 2018 18:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Ósk Diðriksdóttir er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu og er það stór hluti af hennar vinnu að horfa á alls konar efni, bæði kvikmyndir og þáttaraðir.

„Ég hef alveg hrikalega gaman að góðu efni bæði bíómyndum og þáttaröðum. Það kemur sér vel þar sem ég vinn við að markaðssetja kvikmyndir, bæði erlendar og íslenskar, og þá er stór hluti af vinnunni að horfa á alls konar efni.

Ég horfi á mikið af þáttaröðum, sérstaklega þegar ég er að ferðast og heima með fjölskyldunni. Ég er mikil alæta þegar kemur að efni en ég elska ævintýri og vísindaskáldskap með góðri fléttu. Dæmi um þannig seríu er The OA, sem mér finnst alveg frábær og bíð spennt eftir seríu 2. Þetta er ein af þeim seríum sem fólk annaðhvort elskar eða hatar. Doctor Who er líka í miklu uppáhaldi. Þær seríur eru svo æðislegar að ég og sonur minn erum að horfa á þær aftur frá byrjun áður en við höldum áfram með nýjustu seríurnar. Þættirnir Dirk Gently‘s Holistic Detective Agency á Netflix eru þrælskemmtilegir í svipuðum dúr með súrari húmor.

Þær seríur sem ég er að fylgja núna eru Westworld, The Handmaids tale, Marvel þættirnir og við fjölskyldan erum að horfa saman á nýju Star Trek: Discovery.

Þegar ég er að ferðast finnst mér gaman að horfa á léttara efni og þar koma þættirnir Love og Easy mjög sterkir inn – óhefðbundnir rómantískir gamanþættir. Mitt guilty pleasure er samt Grey‘s Anatomy en ég hef fylgst með þeim frá upphafi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljúf lesning fyrir ljóðaunnendur

Ljúf lesning fyrir ljóðaunnendur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta er náttúrulega eins og maður sé að mæta á hóruhús“

„Þetta er náttúrulega eins og maður sé að mæta á hóruhús“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“

Allt fór á hliðina um helgina þegar Lína Birgitta var sökuð um að herma eftir íslensku merki: „Það sem ég ætla að gera núna er að sýna ykkur staðreyndir“