fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Silja Aðalsteinsdóttir: „Salka Valka opnaði augu mín fyrir mínum eigin leyndarmálum“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 3. júní 2018 18:30

Mynd: Jóhann Páll Valdimarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Aðalsteinsdóttir, íslensku- og bókmenntafræðingur, þýðandi og ritstjóri, hefur sent frá sér margar bækur um íslenskar bókmenntir. Silja var lengi ritstjóri Tímarits Máls og menningar og starfar nú sem ritstjóri hjá Forlaginu.

En hvaða bækur ætli séu í uppáhaldi hjá Silju?

Hvaða barnabók er í uppáhaldi og af hverju?

Ég hélt mikið upp á bækur Stefáns Jónssonar þegar ég var stelpa og þær hafa fylgt mér alla tíð. Erfiðust þeirra allra var Fólkið á Steinshóli en mér finnst eftir á að hyggja að hún hafi opnað augu mín fyrir ýmsu sem börn eiga erfitt með að átta sig á, til dæmis því að fullorðnir eiga sér sársaukafull leyndarmál og þeir taka oft alvitlausar ákvarðanir – þó að þeir eigi að vita betur. Svo hélt ég svakalega mikið upp á bækur Erichs Kästner, Lísa eða Lotta – um tvíburasysturnar sem skiptu um hlutverk –, Ögn og Anton og Emil og leynilögreglustrákana. Frábærlega vel skrifaðar og skemmtilegar bækur. Mikið vildi ég óska að þær yrðu gefnar út aftur! Svo voru ævintýrabækur Enid Blyton náttúrlega lesnar oft.

Hvaða bók er uppáhalds og af hverju?

Salka Valka eftir Halldór Laxness af því hún opnaði augu mín fyrir mínum eigin leyndarmálum. Ég hef oft sagt að það sé næstum því óhugnanlegt hvað Halldór, þá ungur maður, skilur vel hvernig það er að vera stelpa og ung kona.

Hvaða bók mundirðu mæla með fyrir aðra og af hverju?

Það fer algerlega eftir því hver manneskjan er sem biður um meðmæli.

Hvaða bók hefurðu lesið oftast?

Hroka og hleypidóma eftir Jane Austen af því hún gleður mig ævinlega, hversu döpur sem ég er. Fyrsti kaflinn með sinni heimsfrægu fyrstu setningu var í kennslubók sem var notuð í MR þegar ég var í fjórða bekk, minnir mig, og ég varð svo ástfangin af Bennet-fjölskyldunni að ég fór í Eymundsson og keypti mér bókina. Þetta var fyrsta langa sagan sem ég las á ensku og síðan hefur varla liðið það ár að ég hafi ekki rennt yfir hana. Þó tók ég mér kannski nokkurra ára hlé eftir að ég þýddi hana. Þá nægði að rifja hana upp í huganum! Svo las ég auðvitað ljóðabækurnar hans Guðmundar Böðvarssonar oftar en ég fæ tölu á komið meðan ég var að skrifa ævisögu hans, Skáldið sem sólin kyssti.

Hvaða bók breytti lífi þínu og hvernig?

Þessar sem ég hef nú talið upp. Svo breytist maður auðvitað svolítið við hverja einustu bók sem maður les af áhuga og innlifun. Bækur breyta heimi manns.

Hvaða bók býður þín næst til lestrar?

Þær eru nokkrar nýjar á náttborðinu. Ég er aðeins byrjuð á Samfeðra eftir Steinunni G. Helgadóttur og undir henni er Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí sem var að koma út núna í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar. Ingibjörg Haraldsdóttir byrjaði á þýðingunni en entist ekki aldur til að ljúka henni. Þá var frábært að fá nýjan rússneskumann í verkið. Svo er komið nýtt safnrit eftir útskriftarnema úr ritstjórn við HÍ; í ár heitir hún Hljóð bók og ég hlakka til að lesa hana. Það er fátt skemmtilegra en að kynnast glænýjum rithöfundum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa

Játa mistök – Sjáðu markið sem VAR tók af en átti alltaf að standa
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“