Senn líður að lokum kabarettsumarsins í Tjarnarbíói, en síðasta sýningarhelgi er núna næstu helgi.
Uppselt er á föstudag 29. júní, en enn eru til miðar á aukasýninguna laugardaginn 30. júní.
Fram koma:
– Kynþokkafyllsti töframaður landsins og mögulega Norðurlandanna, Lalli töframaður
– Glensdýrið Maísól
– Hraðskreiðasti brjóstadúskaþeytir New York-borgar, Peekaboo Pointe
– Dragaflið Gógó Starr
– Jacqueline Boxx, fyrsta burlesquedrottning heims í hjólastól
– Dúllurassgatakrúttin í Kvartettinum Barbara
– Hin sjóðheita Tansy
– Kabarettan Greta Rokk
– Þokkafroskurinn Margrét Maack