fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Hera Hilmar í nýrri sjónvarpsseríu frá höfundi Mad Men

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 27. júní 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Hera Hilmar hefur verið ráðin í sjónvarpsþáttaröðina The Romanoffs, en hún bætist þar við hóp góðkunnra leikara á borð við Diane Lane, Aaron Eckhart, Amanda Peet, Isabelle Huppert, Paul Reiser og Mad Men-stjörnuna John Slattery.

Þáttaröðin verður framleidd fyrir Amazon og er skrifuð, leikstýrð og meðframleidd af Emmy-verðlaunahafanum Matthew Weiner, sem er aðalmaðurinn á bak við Mad Men.

Fréttamiðillinn Deadline greindi fyrst frá þessum fréttum, um er að ræða sjónvarpsseríu þar sem hver þáttur segir sjálfstæða sögu. Hera mun leika fágaða en illgjarna konu að nafni Ondine í þætti sem mun bera heitið The One That Holds Everything.

Reiknað er með því að þættirnir fari í loftið á næsta ári, en eins og glöggir vita fer Hera með aðalhlutverkið í stórmynd úr smiðju Peters Jackson, Mortal Engines sem frumsýnd verður í desember. Þar leikur hún söguhetjuna Hester Shaw, sem leitar hefnda á þeim aðila sem drap móður hennar og gaf henni örið sem sést á stillunni að ofan. Sagan gerist í framtíðarheimi en þar hef­ur jörðin eins og við þekkj­um hana verið lögð í rúst í styrj­öld. Þær fáu borg­ir sem eft­ir standa berj­ast inn­byrðis um þær auðlind­ir sem í boði eru.

Nýju stikluna fyrir Mortal Engines má sjá að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“

Aðdáendur taka eftir svakalegum mun á milli mynda – „Þetta er bilun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja