Í dag kl. 17 opnar samsýning listamanna hjá Gallerí SÍM Hafnarstræti 16.
Listamenn sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM á Seljavegi og á Korpúlfsstöðum í júní 2018 sýna þar afrakstur eða birtingarmynd rannsókna og vinnu listamannanna sem hafadvalið í mánuð eða lengur hér á landi. Listamennirnir koma frá öllum heimsins hornum og vinna í ólíka miðla.
Opnun verður þriðjudaginn 26.júní frá kl. 17:00 til 19:00. Léttar veitingar og drykkir í boði
Sýningin verður einnig opin miðvikudaginn 27.júní frá kl 10:00-15:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir
Myndir eru frá listakonunni Aimee Beaubien