Óskarsakademían sló í dag eigið met þegar 928 einstaklingum var boðið að vera meðlimir, en þeir kjósa óskarsverðlaunahafa ár hvert.
Í fyrra var 774 einstaklingum boðin innganga.
Á meðal þeirra sem fá boð í ár eru Daniel Kaluuya, Mindy Kaling, Kumail Nanjiani, Blake Lively, Amy Schumer, Dave Chappelle, Randall Park, og Daisy Ridley.
Á listanum er einnig okkar eigin, Elísabet Ronaldsdóttir. Beta er einn færasti kvikmyndaklippari heims og í ár komu út þrjár sem hún tók þátt í að klippa: Svanurinn, Vargur og Deadpool 2.
Beta var í viðtali við DV fyrr í mánuðinum, sem lesa má hér.