Kvikmyndahús víða í Bandaríkjunum hafa neyðst til þess að setja upp viðvaranir vegna nýjustu myndar Pixar, Incredibles 2. Ráðstafanir þessar fylgja í kjölfar fjölmargra kvartana sem bárust frá bíógestum vegna flöktandi ljósa sem sjást í bíómyndinni á einum tímapunkti.
Félag flogaveikra í Bandaríkjunum (e. The Epilepsy Foundation) gaf út yfirlýsingu þar sem áhorfendur voru beðnir um að hafa varann á og segir þar að áhorfendur hafi upplifað óvænt flogaveikisköst yfir myndinni.
„Við stöndum með okkar flogaveikisstríðsmönnum og fjölskyldum þeirra á meðan þau opinbera rödd sína og tjá áhyggjur sínar um kvikmyndina. Við kunnum að meta tilraunir sumra kvikmyndahúsa til þess að setja upp viðvaranir fyrir fólk sem langar að sjá hana,“ segir í yfirlýsingunni.
Hér að neðan má sjá tíst frá áhorfendum sem voru skelkaðir þegar þeir stigu út af myndinni og/eða fundu sig knúna til þess að dreifa skilaboðunum.
HEALTH ALERT I haven’t seen this mentioned in a lot of places, but the new Incredibles 2 movie (#incredibles2) is filled with tons of strobe/flashing lights that can cause issues for people with epilepsy, migraines, and chronic illness. This thread is spoiler free
— Veronica Lewis (@veron4ica) June 15, 2018
@DisneyPixar I’m bummed that you didn’t think to put out a warning about Incredibles 2 for those who suffer from epilepsy. I’m so sad that I won’t be able to take my daughter who’s been excited for weeks because she has epilepsy and we don’t want to trigger a seizure.
— Kate Bettencourt (@KateNicoleBee) June 16, 2018
also Incredibles 2 was a super fun movie BUT WHAT THE *HELL* DISNEY NOT PUTTING IN AN EPILEPSY WARNING
— nel @ playing p4g again help (@nelwelfel) June 17, 2018
Nokkrum dögum síðar sendi stórfyrirtækið Disney út þessa tilkynningu til kvikmyndahúsa.
Incredibles 2 er frumsýnd á Íslandi 20. júní og hefur fengið bæði frábæra dóma og aðsókn. Um helgina síðustu opnaði myndin vestanhafs við 180 milljón dala aðsókn (tæplega 1,5 milljarð í íslenskum krónum) og er það hingað til stærsta opnun teiknimyndar frá upphafi.