fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fókus

Skjárýnirinn: „Undanfarið hef ég legið yfir Peep Show“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 17. júní 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtikrafturinn og snapparinn Hjálmar Örn Jóhannsson hefur alltaf gaman af bresku gríni og bíður spenntur ásamt kærustu sinni eftir nýjustu Game of Thrones-seríunni.

„Ég er mikill sjónvarpsmaður og horfi gríðarlega mikið á bæði þætti og bíómyndir en undanfarið hef ég legið yfir Peep Show á Netflix, breskum þáttum sem slógu í gegn 2003–2015. Ég hef alltaf haft gaman af bresku gríni og þessir þættir eru gríðarlega vel skrifaðir og karakterarnir mjög skemmtilegir, það gerist sjaldan að ég horfi á seríur aftur en það gerist reglulega með þessa þætti.

Einnig get ég mælt með Barry á Stöð 2 sem komu mér virkilega mikið á óvart og fjalla um leigumorðingja sem ákveður að einbeita sér að leiklist.

Í vetur lá ég yfir allri Fargo-seríunni og það er sennilega ein skemmtilegasta sjónvarpssería sem ég hef séð, frábær tónlist, geggjað plott og mjög áhugaverðir karakterar sem halda manni við efnið allan tímann.

Ég og kærastan mín bíðum samt bæði spennt eftir nýjustu Game of Thrones-seríunni, eins og sennilega margir, og ef þú hefur ekki séð neitt af þeim þá mæli ég eindregið með því að þú byrjir.“

Fylgjast má með Hjálmari Erni á Snapchat: hjalmarorn110.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð ný mynd af eina Kardashian bróðurnum

Sjaldséð ný mynd af eina Kardashian bróðurnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“

Sambandsráð sem öll pör ættu að heyra – „Ríða fyrst reglan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“