Borgarbókasafnið sýnir alla leiki HM í knattspyrnu sem fram fara á opnunartíma safnsins
Nú er heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu að hefjast og Borgarbókasafnið í Grófinni er komið í fótboltagírinn! Á 5. hæð í menningarhúsi Grófinni verða sýndir leikir í beinni frá mótinu á hverjum degi frá 14. júní til 15. júlí!
Á sama stað Borgarbókasafnsins í Grófinni er líka að finna bækur um fótbolta, bækur um þátttökuþjóðirnar og geisladiska með þjóðlegri tónlist frá flestum löndunum.
Svo er líka hægt að kíkja inn á rafbókasafnið og finna nokkrar spennandi fótboltabækur eða skrá sig inn á Naxostónlistarveiturnar og hlusta á meiri tónlist.
Í barnadeildinni er búið að stilla út fótboltasögum og alls kyns bókum um fótbolta og fótboltahetjur.
Borgarbókasafnið, alltaf í boltanum.