„Var að ljúka við spennubókina Kona bláa skáldsins eftir Lone Theils og fannst hún mjög fín, þetta er önnur bókin á íslensku um dönsku blaðakonuna Nóru Sand. Þar áður endurnýjaði ég kynnin af Kapítólu sem hefur elst ansi vel. Ég reyni alltaf að lesa eitthvað á ensku líka og síðast voru það bækur eftir Dean Koontz; The Silent Corner og The Whispering Room. Þetta eru fyrstu bækurnar um Jane Hawk, FBI-konu sem fer að rannsaka dularfullt andlát eiginmanns síns og eignast við það volduga og hættulega óvini. Hörkuspennandi bækur. Nú er ég að lesa The Fifth Witness eftir Michael Connelly og næst eru það Stormfuglar eftir Einar Kárason.“