fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fókus

Myndband: Deadpool dansar nútímadans við tóna dívunnar Celine

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. maí 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Deadpool 2 verður frumsýnd þann 16. maí næstkomandi. Ryan Reynolds bregður sér aftur í búning ofurhetjunnar sérstöku og kjaftforu.

Deadpool glímir hér við hinn öfluga glæpamann Nathan Summers, en hann er betur þekktur sem Cable. Deadpool uppgötvar fljótlega að hann á ekki nokkra einustu möguleika í Cable og því neyðist hann til að kalla til leiks fleiri bardagahetjur sem geta með samtakamætti sínum sett strik í reikninginn og leitt til þess að réttlætið sigri.

Tónlistin í myndinni er frábær líkt og í fyrri myndinni og inniheldur 12 lög sem verða gefin út þann 18. maí. Aðallag myndarinnar er í höndum engrar annarrar en Celine Dion og í myndbandi lagsins syngur hún meðan Deadpool dansar nútímadans á sviðinu.

Lagalistinn er ekki amalegur, gömul og góð klassík í bland við ný lög:
Ashes – Celine Dion
Welcome To The Party – Diplo, French Montana & Lil Pump (feat. Zhavia Ward)
Nobody Speak – DJ Shadow feat. Run The Jewels
In Your Eyes – Peter Gabriel
Take On Me (MTV Unplugged – Summer Solstice) – a-ha
If I Could Turn Back Time – Cher
9 to 5 – Dolly Parton
All Out Of Love – Air Supply
We Belong – Pat Benatar
Tomorrow – Alicia Morton
Mutant Convoy – Tyler Bates
Bangarang (feat. Sirah)  – Skrillex

Og auðvitað er til myndband sem sýnir hvað gerðist á bak við tjöldin við gerð myndbandsins með Celine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“

Valentína kærði blóðföður sinn fyrir ofbeldi – „Ég var komin með nóg, ég vildi fá að lifa lífi mínu“
Fókus
Í gær

Emilíana Torrini og Rowan Patrick eru að skilja – Gerðu kaupmála

Emilíana Torrini og Rowan Patrick eru að skilja – Gerðu kaupmála
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“