„Ég skrifaði bókina með leyfi leikmanna, þjálfara og starfsmanna, því það er ekki sjálfgefið að leyfa fólki að skyggnast á bak við tjöldin,“ segir Þorgrímur. Myndin er ekki myndabók, heldur sögubók.
„Ég átti ekki hugmyndina að Íslenska kraftaverkinu heldur norskt forlag sem vildi fá að vita hvað væri að gerast í þessum landsliðshópi; hvers vegna þessi frábæri árangur? Og forlagið vildi frá persónulega frásögn þannig að bókin er ekki síður skrifuð fyrir fólk sem vill forvitnast um kemestríuna í hópnum, fíflaskapinn, gleðina, vináttuna, einbeitinguna, auðmýktina. Íslenska kraftaverkið færir lesendur nær landsliðinu en nokkru sinnum fyrr. Hver vill ekki sitja á fremsta bekk með eyrun opin?“
Útgáfufögnuður verður næsta mánudag, 14. maí og er öllum boðið.