DIMMA skipa Stefán Jakobsson söngvari, Ingólfur Geirdal gítarleikari, Birgir Jónsson trommari og Silli Geirdal bassaleikari. Bassaleikarinn Dennis Dunaway kom fram sem sérstakur gestur og lék nokkur lög með sveitinni, en hann er persónulegur vinur meðlima hennar og hefur meðal annars leikið inn á nokkrar plötur Dimmu ásamt því að hafa endurgert Halo of Flies, eitt af þekktustu lögum Alice Cooper Group, með Dimmu fyrir nokkrum árum.
Dennis er upphaflegur bassaleikari Alice Cooper Group og var innvígður sem slíkur í Rock and Roll Hall of Fame árið 2011. Dennis hefur verið á tónleika ferðalagi með Alice Cooper um Bandaríkin og Evrópu nýverið þar sem spilað hefur verið í stærstu tónleikahöllum fyrir full hús. Dennis var meðlimur og meðhöfundur í bandinu þegar stærstu plöturnar og lögin komu út og má þar nefna Billion Dollar Babies, I‘m Eighteen og School‘s Out.
Þungarokksaðdáendur fengu því töluvert fyrir sinn snúð á tónleikum DIMMU. Hjalti Árna tók myndir af tónleikunum.