En hvað gera þrjár konur á besta aldri, úthverfahúsmæður í Detroit, tvær heimavinnandi og ein í láglaunastarfi, til að verða sér úti um aukið fé? Jú þær ákveða að ræna stórverslun í nágrenninu. Þegar þær koma heim og telja ránsfenginn kemur í ljós að hann er töluvert hærri en þær gerðu ráð fyrir. Síðan kemur í ljós að stórverslunin er skjól fyrir peningaþvætti fyrir glæpamanninn Rio (Manny Montana) og gengi hans, sem er auðvitað ekki sáttur við þær stöllur. Og þá hefst fjörið fyrir alvöru.
Serían var frumsýnd á NBC þann 26. febrúar síðastliðinn og fyrsta serían er 10 þættir.
Lokaþátturinn skilur áhorfendur eftir í spennu og ljóst er að full ástæða er til að láta þáttaröð tvö verða að veruleika, þó að ekki hafi verið gefið grænt ljós (ennþá) á hana.
Good Girls eru skemmtilegir, hæfilega spennandi og áhugaverðir og er það fyrst og fremst sökum frammistöðu leikaranna, bæði vinkvennanna þriggja og annarra. Þættir í stíl Desperate Housewifes og Breaking Bad.