Það voru söngdívurnar Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir og Selma Björnsdóttir sem sáu um að glæða lög ABBA lífi, og nutu þær aðstoðar Helga Björns í þremur lögum.
Leynigestur steig svo á stokk í einu laginu. Þegar fjórmenningarnir sungu Gimme! Gimme! Gimme! (A Man After Midnigt) var að vísu ekki komið fram yfir miðnætti þegar Selma kynnti Maxim Petrov á svið, dansfélaga Jóhönnu Guðrúnar í Allir geta dansað. Stigu þau síðan léttan dans við mikinn fögnuð áhorfenda.
Jóhanna Guðrún og Maxim eru eitt af fjórum pörum sem keppa til úrslita í þættinum í kvöld á Stöð 2. Selma er ein af þremur dómurum þáttanna og í síðasta þætti fékk parið fullt hús stiga eða þrennar tíur.
Lestu einnig: Hvað segir mamma? Jóhanna er traust, hugulsöm og úrræðagóð