fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Clueless: 40 glórulausar staðreyndir um Cher og vini hennar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Clueless kom út árið 1995 í leikstjórn Amy Heckerling. Í aðalhlutverkum voru Alicia Silverstone, Stacey Dash, Paul Rudd og Brittany Murphy.

Leikstjórinn kynnti sér nemendur við menntaskóla í Beverly Hills til að ná og fá tilfinningu fyrir málfari þeirra. Hinn frægi frasi „as if“ kom þaðan. Myndin skilaði ágætlega í kassann, fékk góða dóma og varð að költ fyrirbæri. Í kjölfarið komu bæði sjónvarpsþættir og bækur.

Hér eru nokkrar staðreyndir um myndina sem er ekki á allra vitorði:

  1. Myndin er í raun nútíma útgáfa á bók Jane Austen, Emma, sem kom út árið 1815.
  2. Leikarinn og handritshöfundurinn Amy Heckerling kynnti Clueless upphaflega sem sjónvarpsþátt fyrir sjónvarpsstöðinni Fox, áttu þeir að heita No Worries og vera í anda hina vinsælu Beverly Hills 90210.
  3. Annar upphaflegur titill var Clueless í Kaliforníu, sem var að lokum styttur í Clueless.
  4. Fox hafnaði hugmyndinni og taldi hugmyndina ekki verða vinsæla, Paramount tók við boltanum.
  5. Heckerling leikstýrði einnig 80s unglingaklassíkinni Fast Times í Ridgemont High.
  6. Sarah Michelle Gellar var boðið hlutverk Cher Horowitz, en þurfti að hafna boðinu vegna tímasetninga á tökum á All My Children.
  7. Reese Witherspoon kom til álita fyrir hlutverk Cher.
  8. Lauryn Hill og Terrence Howard mættu í áheyrnarprufur fyrir hlutverk Dionne og Murray.

Sarah Michelle Gellar, Reese Witherspoon og Laurence Hill.

  1. Alicia Silverstone landaði hlutverki Cher vegna þess að Heckerling vildi að lokum „stúlkuna úr Aerosmith myndböndunum.“
  2.  Silverstone mætti ekki í áheyrnarprufur, hádegismatur með Heckerling dugði til að fá hlutverkið.
  3.  Silverstone hafði hins vegar ekki áhuga á hlutverkinu í byrjun, þar sem hún taldi Cher „pirrandi litla tík uppfull af efnishyggju og án nokkurra áhugaverðra eiginleika.“
  4. Owen Wilson mætti í áheyrnarprufu fyrir hlutverk Travis.
  5.  Paul Rudd (Josh) fannst myndin heldur ekki áhugaverð í fyrstu og taldi hana enn eina heimsku unglingamyndina.
  6.  Hann mætti þó í áheyrnarprufur fyrir öll karlkynshlutverk myndarinnar, þar á meðal Murray og áttaði sig ekki á að það hlutverk var ætlað leikara af afrískum uppruna.

15. Samkvæmt Heckerling var erfiðast að finna einhvern í hlutverk Christian (Justin Walker), vegna þess að enginn vildi lesa fyrir samkynhneigðan karakter.
16. Stacey Dash (Dionne) var elsti leikarinn af unglingahópnum þegar myndin var tekin. Hún var 27 ára og átti sex ára son.
17. Brittany Murphy (Tai) var í raun hrein mey, sem gat ekki keyrt, en hún segir línuna: „Þú ert hreinmey, sem getur ekki ekið.“
18. Silverstone leitaði innblásturs fyrir hlutverk sitt frá Marilyn Monroe og Lucille Ball til að spila Cher, en hefur sagt að það hafi ekki skilað sér algjörlega á tjaldið.
19. Misskilningur Cher á „Haítíum“ í réttarsenunni var ekki skrifuð. Silverstone vissi í raun ekki hvernig á að segja orðið, og Heckerling ákvað að nota mistökin í myndinni.
20. Mörg hugtökin í myndinni – þar á meðal „Betty“ og „Baldwin,“-voru fundin upp af Heckerling. Stúdíóið gaf út bækling sem hét „Hvernig á að tala Cluelessly“ til að kynna myndina.
21. Leikhópurinn hafði ekki hugmynd um hvað meirihlutinn af slanguryrðunum þýddu þegar þau lásu handritið fyrst yfir
22. Clueless var fyrsta mynd búningahönnuðarins Mona May. Næstu myndir hennar á eftir voru Romy & Michele´s High School Reunion, The Wedding Singer og Never Been Kissed.
23. Það eru 53 mismunandi tegundir af köflóttum flíkum í myndinni og Cher klæðist sjö þeirra.
24. Cher skiptir 60 sinnum um fatnað í gegnum myndina.
25. Chanel vatnflaskan og farsímahulstrin, sem eru eftirlíkingar, voru samþykktar af Karl Lagerfeld sjálfum og þær gáfu honum innblástur að hanna þær undir eigin merki.
26. Aukinn áhugi á myndinni í gegnum árin varð Calvin Klein hvatning til að setja hvíta kjólinn hennar Cher aftur á markað árið 2010
27. Söngvarinn Coolio lagði til að nota „Rollin ‘With the Homies“ í myndinni.
28. Jeremy Sisto, sem lék Elton, gerði hinsvegar „Rollin ‘With the Homies“ dansinnn.
29. Þó hún sé ekki í myndinni, var Tara Reid á setti við tökurnar á partýi Val.
30. Donald Faison rakaði aðeins efsta hlutann á höfði sínu í partýi Val. Framleiðendur báðu hann að halda hárinu í hliðunum þannig aðhann liti ekki út fyrir að vera sköllóttur fyrr í myndinni (en það var eftir að taka upp þær senur). Þess vegna er hann oftast með hatt í myndinni.


31. Hraðbrautarsenan var innblásin af ótta Heckerlings við akstur á hraðbrautinni.
32.  Twink Caplan, sem leikur frú Geist, var einnig framleiðandi myndarinnar.
33. Heckerling og Caplan eru bestu vinir í raunveruleikanum.
34. Heckerling er í kameóhlutverki í lok myndarinnar sem brúðarmeyja frú Geist.

35. Wallace Shawn, sem lék Mr. Hall, var kennari áður en hann varð leikari.
36. Karakter Hr. Hall er byggður á Hills Highs leiklistarkennaranum Herb Hall. Hann kemur fram í kameó hlutverki skólastjóra í myndinni.
37. Margir áhorfendur fóru í áfengis- og lyfjameðferð eftir að hafa séð Travis taka þátt í 12 skrefa prógrammi í myndinni.
38. The Golden Girls gerðu grín aðmyndinni  á MTV kvikmyndaverðlaununum árið 1996.
39. Heckerling vinnur núna að tónlistaraðlögun Clueless – og Katy Perry hefur lýst áhuga á að spila Cher.
40. Og Silverstone sagði nýlega að hún væri til í að leika í framhaldi ef Heckerling hyggst skrifa það.

Clueless er sýnd í kvöld í Bíó Paradís í sérstakri partýsýningu, sjá viðburð á Facebook hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hæð Barron Trump vekur athygli – 18 ára og kominn vel yfir tvo metrana

Hæð Barron Trump vekur athygli – 18 ára og kominn vel yfir tvo metrana
Fókus
Í gær

Sjö ára martröð: Kúguð til kynferðislegra greiða – Fékk áfall þegar hún komst að því hver var sökudólgurinn

Sjö ára martröð: Kúguð til kynferðislegra greiða – Fékk áfall þegar hún komst að því hver var sökudólgurinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólétt Gypsy Rose afhjúpar niðurstöður faðernisprófs eftir miklar vangaveltur

Ólétt Gypsy Rose afhjúpar niðurstöður faðernisprófs eftir miklar vangaveltur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála

Segist ekki vera kynferðislegt rándýr en 16 þúsund manns eru ósammála
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“