Undanfarna daga hafa bæjarbúar skreytt hús, götur og fleira í hverfislitum hverfanna fjögurra, appelsínugulum, bláum, grænum og rauðum. Góðlátlegt keppni ríkir milli hverfa og að vanda er valið best skreytta hverfið og húsið. En hverfin gera fleira til að keppa innbyrðis, sem dæmi má nefna lagakeppni þar sem hvert þeirra semur eigið lag og texta eða íslenskan texta við erlent lag og er mikill metnaður lagður í verkið.
Líkt og í fyrra gera Hönter myndir myndband fyrir appelsínugula hverfið. „Við ákváðum í ár að gera íslenskan texta við framlag Tékka í Eurovision í ár, Lio to Me, sem er mikið stuðlag,“ segir Hanna Sigurðardóttir sem á Hönter myndir ásamt Tereseu Birnu Björnsdóttur.
Hönter myndir taka að sér að semja texta, sketsa og myndbönd fyrir afmæli, brúðkaup, árshátíðir eða aðra viðburði. Um söng sjá Tómas Guðmundsson, Þorleifur Hjalti Alfreðsson og rapparinn Vikki króna, Viktor Örn Hjálmarsson.
Í myndbandinu kemur fram fjöldi íbúa í appelsínugula hverfinu, þar á meðal Ungfrú Ísland 1998, Guðbjörg Hermannsdóttir og bæjarstjóri Grindavíkur, Fannar Jónasson.